Why the name The Tin Can Factory?The name of the company is related to our old location at Borgartún 1, a building that used to be a tin can factory. A tin can contains something we consume, something that can be preserved for a long time. The tin can has in a way been the symbol for consumerism, and Andy Warhol and other famous artists have used the tin can to describe the world of consumers.
How does this name serve a company with a firm environmental policy? Our work at The Tin Can Factory is above all related to culture. We have our Language School (skoli.eu) where you learn languages, but our activities are also about history, culture and food culture. In a way, we are making "virtual" tin cans of entertainment, language, history and culture, things to learn and enjoy. Our groups are small - we are not at a big factory level, but a personal level. All the "products" at The Tin Can Factory are related to the Icelandic language and other languages, to culture, history, food and fun. Our way is an environmentally friendly way of consuming, whether you are getting to know the culture of the country as a visitor or as someone who will stay and participate in daily life. We focus on quality, not quantity The Language School (skoli.eu), later changed to The Tin Can Factory, was first founded for on-line Icelandic courses and all three owners lived abroad more or less all year round. In 2008, after 8 years of living abroad, on the very day the first bank collapsed, the day when the crisis formally started in Iceland, two of three owners moved back to Iceland. Little did they know about what was about to happen. Not only in Iceland – but in almost all the world. However, they had the education, the experience and the skills needed to survive in a severely difficult economic climate. Work started on building up what eventually moved into Borgartún 1, and is now in Skeifan 11B. It started in the living-room in their apartment, slowly taking over more or less all the apartment. The aim has always been to have small classes, and still is. Even though we now have a fully booked language school 12 months of the year, the classes are still small, the material always new and we constantly think of new ways in which we can share our culture with our students. History and culture unite us, history and culture make us different and we like to think that we have found a good and stimulating way to share this with others. Our environmental policy Whenever possible, we buy recycled material and we try to use all material again, and again. We never use any disposable material, we do not buy new furniture and we renovate, repair and renew, we do not throw away. At the same time, we want the things we work with and work on, to be user friendly. |
Af hverju nafnið Dósaverksmiðjan?Nafnið á fyrirtækinu er tengt Borgartúni 1 þar sem skólinn er var til húsa á árunum 2012-21. Þarna var einu sinni dósaverksmiðja. Dósir innihalda eitthvað sem við neytum eða hægt er að geyma lengi. Dósir tengjast oftar neysluhyggju eins og t.d. Andy Warhol og fleiri frægir listamenn hafa nýtt í list sinni.
Hvernig getur nafnið því hentað fyrirtæki með mjög stranga umhverfisstefnu? Í Dósaverksmiðjunni er fyrst og fremst unnið með menningu, íslenska sem erlenda. Það er tungumálaskólinn Skoli.Eu þar sem fólk lærir tungumál en um leið er saga, menning og matarmenning alltaf hluti af náminu. Það má því segja að við séum að bjóða "ímyndaðar" dósir sem hægt er að fylla af skemmtun, tungumálum, sögu og menningu, þess að læra og njóta. Hóparnir okkar eru litlir - við erum ekki á verksmiðjustigi, heldur með persónulegri nálgun. Allar "vörur" Dósaverksmiðjunnar tengjast íslenskri tungu, öðrum tungumálum, menningu, sögu, mat og skemmtun. Okkar leið er vistvæn leið til neyslu, óháð því hvort einstaklingur er að kynnast menningu landsins sem ferðamaður, eða að koma hingað til að setjast að og taka þátt í daglegu lífi. Áhersla á gæði, ekki magn Tungumálaskólinn (skoli.eu), seinna Dósaverksmiðjan, var fyrst stofnaður sem netskóli og allir þrír eigendur hans bjuggu erlendis meira og minna allan ársins hring. Árið 2008, eftir 8 ára veru í útlöndum - og á deginum sem fyrsti íslenski bankinn féll og fjármálahrunið hófst - fluttu tveir af þremur eigendum hans aftur til Íslands. Þau vissu ekki hvað var í vændum, á Íslandi sem og í heiminum öllum. En kunnáttan og reynslan var nógu mikil til að skólinn gæti komist af í sérlega erfiðum efnahagslegum aðstæðum. Vinna hófst við að byggja upp skólann sem flutti seinna í Borgartún 1, og er núna í Skeifunni 11B. Starfsemin hófst í stofunni heima hjá okkur og tók smám saman yfir alla íbúðina. Markmiðið hefur alltaf verið að hafa litla hópa, og það er ennþá þannig. Þó að við séum með fullbókaðan skóla 12 mánuði ársins erum við enn með litla hópa, nýtt námsefni, og erum alltaf að leita nýrra leiða til að deila menningu með nemendum okkar. Saga og menning sameina okkur og gera okkur að þeim sem við erum, og við viljum meina að við höfum fundið góða leið til að deila þessu með öðrum. Umhverfisstefnan okkar Við reynum að endurnýta efni, s.s. húsgögn og aðföng, eða kaupa endurunnið þar sem hægt er. Við notum ekki einnota vörur, við kaupum ekki ný húsgögn, og við lögum og endurbætum frekar en að henda gömlum hlutum. Á sama tíma viljum við að tæki og tól sem við notum séu notendavæn. |